Þegar við heimsóttum hana Önnsku í fyrsta sinn til Lundar 2005 kynnti hún okkur fyrir litlu plaststykki í eldhúsið sem við höfum dásamað síðan… og keypt slatta af .. já slatta, þetta er margnota ennnnn skemmist auðvitað á endanum enda miiikið notað á okkar heimili. Síðasta eintakið okkar (af bunkanum sem við keyptum sumarið ’14) skemmdist í sumar og það er búið að trufla mig slatta *haha* en von er á sendingu í næstu viku og það er fáránlegt hvað mig hlakkar til að endurnýja kynnin – finnstettasomikilsnilld.
Hvað er þetta og til hvers er þetta?
Þetta er til þess að skófla “draslinu” úr vaskinum! ekki flóknara dót en það! þetta er hálfstíft þannig að hægt er að renna þessu eftir brúninni og taka þetta litla matarrusl sem rennur af mataráhöldunum þegar þau eru skoluð!
Fæst í öllum helstu matvöruverslunum í Svíþjóð en ég hef ekki rekist á þetta hérna heima eða í Dk. Fann reyndar myndina Amazon en þar er verðið frekar hátt fyrir svona smáhlut eða tæpir 6$¨minnist þess nú ekki að hafa borgað háar upphæðir fyrir þetta í Svíþjóð.