þetta er allt alveg voðalega leiðinlegt hjá honum Jóni Arnari en því miður allt of fyrirsjáanlegt!!!
Frétt #1
Óvíst með framhaldið hjá Jóni Arnari
Tugþrautarmaðurinn Jón Arnar Magnússon tognaði í aftanverðum lærvöðva á öðrum fæti í annarri umferð langstökksins í tugþrautarkeppni Ólympíuleikanna í morgun. Af þeim ástæðum voru tvö síðustu stökk hans í keppninni langt frá því að teljast góð og er staðan þannig nú að svo kann að fara að hann hætti keppni af þessum sökum. Jón varpaði kúlu í þriðju grein og var hálfpartinn á öðrum fætinum í kúluvarpinu. Nú hefur verið gert hlé á tugþrautarkeppninni fram á miðjan dag og í hléinu fer Jón í skoðun hjá lækni íslenska liðsins sem metur framhaldið í samráði við Jón og Guðmund Karlsson, landsliðsþjálfara í frjálsíþróttum.
Frétt #2
Jón Arnar úr leik
Jón Arnar Magnússon hefur hætt keppni á Ólympíuleikunum í Aþenu vegna tognunar í aftanverðu læri. Jón Arnar var í 19. sæti eftir þrjár greinar en eftir að hafa ráðfært sig við Brynjólf Jónsson, lækni, ákvað Jón Arnar að hætta keppni. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Jón Arnar sem hafði stefnt að því að verða meðal tíu efstu manna.