Við eyddum haustvetrarfríinu í kósíheitum í bústað í Vaðnesinu í ár. Notalegur tími sem var að mestu varið innandyra við spil, lestur, teikningar, kvikmyndaáhorf og spjall þar sem veðurguðirnir voru ekkert í ofsalega góðu skapi.
Heiti potturinn var jú notaður daglega og rúmlega það 😉
Kíktum líka í göngutúra milli skúra um nágrennið og sprelluðum á leikvelli bústaðarþyrpingarinnar.
Við tókum eftir því einn morguninn að nartað hefði verið í ruslapokann inni í vaskaskáp og heimsótti þessi óvelkomni gestur okkur allar nætur eftir það en hélt sig eingöngu þarna inni og lét okkur aldrei sjá sig – sem við vorum í sjálfu sér ekkert óhress með – lét matinn okkar alveg vera líka. Lét skrifstofuna vita um leið og við komum til baka og skildum auðvitað eftir skilaboð til umsjónarmannsins.
Leifur og Ása Júlía brunuðu í borgina á föstudagsmorgni til þess að bjarga ferðalöngunum foreldrum Leifs en þau lentu í óskemmtilegu atviki eftir ferðalag sitt til Ítalíu og stóðu uppi lyklalaus en sem beturfer reddaðist það með þessum túr feðginanna 🙂