Ég hef alltaf verið hrikalega ódugleg við morgunmat – verður óglatt og ómöguleg megnið af deginum ef ég borða fljótlega eftir að ég vakna (léttmeti eins og t.d. drykkjarjógúrt gengur upp en hvar er hollustan í því?).
Er komin af stað í vinnuna ca klst eftir að ég vakna og þá búin að reka gormana af stað í morgunmat, sjá til þess að leikfimisföt/sundföt/æfingaföt séu tilbúin hjá skólatöskunum eins og þarf (nei ég get ekki haft sundföt Olivers til kvöldið áður enda oftast sundæfing daginn áður) aníhú!
Undanfarið er ég búin að vera að taka mig á samt og reyni að vera tilbúin með boost og svo svona snillingamuffins til þess að borða&drekka á leið til vinnu – tekur mig hvorteð er 20-30 mín að fara þessa leið 😉 Er farin að baka þessar muffins í stórum skömmtum um helgar og á svo alltaf 10stk tilbúin inni í ísskáp í byrjun vinnuvikunnar. 10 er nóg þar sem ég fæ mér annað á lau/sun.
Ég reyni að breyta til og setja mismunandi aukaefni í grunninn minn – núna á ég t.d. í frysti með hörfræjum og sólblómafræjum og nokkrar með eplabitum – ég get ekki rúsínur í mat þannig að ég sleppi þeim en flest annað finnst mér ok, m.a.s. þurrkuð trönuber!
Er búin að sjá fullt af svona uppskriftum poppa upp á pinterest en þar er oftar en ekki meiri sæta en í mínum eins og hunang eða sýróp sem ég er ekki spennt fyrir. En þetta er alveg að gera sig og heldur mér góðri fram eftir morgni 😀