hey ég var að fatta það að ég var að prufa 2 nýja staði síðan ég byrjaði að vinna aftur og ég hef ekkert minnst á þá!
nr 1)
Karlinn bauð mér á BÚLLUNA í fyrsta matarhléinu mínu eftir að ég byrjaði að vinna aftur eftir sumarfrí. Svakalega flottur staður hérna í nágrenninu. Ekkert smá góðir hamborgargar, ekta svona grillaðir og með slatta af meðlæti (frekar óvanalegt)
Staðurinn sjálfur er pínu lítill og eldhúsið er því alveg ogguponsulítið líka og matseðillinn hefur bara 1 á boðstólunum HAMBORGARA! nei sorry það eru 5 atriði á matseðlinum. 3 stærðir af hamborgurum, skinkusamloka & grænmetisborgari…
svo er það tilboð aldarinnar…
miðstærð af hammara,
lítill franskar
og lítill drykkur
á 790kr!
Ég var nú búin að heyra einhverstaðar að þetta tilboð væri lítið og maður kæmi enn hálf svangur út en ég get enganvegin samþykkt það. Ég gat ekki einusinni klárað frönskurnar mínar – og ég klára yfirleitt frekar franskarnar en matinn *Haha*
Tommi þú færð stóran plús fyrir að opna þennan snilldar stað!!!
nr 2
Bronz, sólbaðstofa sem er nýbúin að opna í næstu götu við mig. Ég var svo snúin og asnaleg eftir berjatínsluna um helgina að ég ákvað að vera voða góð við mig og smella mér í ljós.
Ég fór niðureftir og tékkaði á tíma, ekkert mál gat gengið beint inn og fékk tíma, reyndar var bekkurinn eitthvað leiðinlegur við mig til að byrja með og konan í afgreiðslunni var fljót að redda mér öðrum bekk.
tíminn leið frekar hratt því að ég náði að slaka alveg ofsalega vel á og varð aldrei of heitt eins og gerist stundum í þessum blessuðu bekkjum, ástæðan fyrir því var þessi rosalega þægilegi vatnsúði sem kom reglulega (hægt að stilla hversu tíða úðun maður vill, 5þrep).
Ég er sko alveg á því að fara þarna seinna í haust og kaupa mér kort ;o)
og mæli líka hiklaust með því að fólk skelli sér á:
Brons
og Hamborgarabúlluna hans Tomma ;o)