Ég fór með krökkunum niður í Elliðárdal fyrr í dag með það í huga að smella nokkrum myndum af þeim. Það tókst svona lala en ég náði svona fallegum myndum af systrunum á símann (sem var ekki planið því stóri hlunkurinn var með í för).
Þær eru báðar í Eivor peysunum sínum en auðvitað sést Sigurborgar peysa mun betur en Ásu Júlíu peysa. Þessar húfur eru prjónaðar úr merino soft baby úr handprjón og eru bara bull upp úr mér… smá áhrif frá Barley húfunni eftir Tincanknits.