Í stað þess að vera eins og “allir” hinir og skella okkur í menninguna niðrí bæ í dag ákváðum við að tileinka okkur frekar hina fornu hefð og ganga til berja í nágrannasveitum borgarinnar 😉 eða með öðrum orðum skella okkur í berjamó!
Ása og Olli elska að fara í berjamó en Sigurborg Ásta hefur ekki farið í almennilegan berjamó áður… við gerðum tilraun í fyrra en það varð bara alltof kalt fyrir hana þannig að við gáfumst fljótt upp.
Hún var samt alveg með taktana á hreinu eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.
Leifur var búinn að skoða viðtal við Svein Rúnar berjavin og sá talaði um að það væri gott að fara á Mosfellsheiði og nágrenni hennar þannig að við ákváðum að kíkja í brekkunar í Skálafelli.
Þar fundum við slatta af krækiberjum en lítið af bláberjum.
Oliver erfði hið stórskemmtilega gen “berjablár við það að sjá ber”gen og verður berjablár annsi fljótt eins og sjá má hér að ofan… Ása Júlía þarf ca 2x skammt Olivers til þess að ná þessari litabreytingu.
Krökkunum fannst þetta alveg frábært og gátu legið í þúfunum lengi vel. Oliver er orðin annsi liðlegur í að týna berin, Ása líka en Sigurborg fann besta boxið fyrir berin – lítinn mallakút!
Komum heim með ca 4L af krækiberjum og eina litla dós af bláberjum.