Elsku Ása Júlía okkar verður 7 ára þann 16.ágúst.
Við ákváðum eftir smá vangaveltur að gera heiðarlega tilraun til þess að útbúa köku sem líktist ís. Það heppaðist svona lala 😉
Botninn er okkar venjulega súkkulaði kaka, kremið á milli er sömuleiðis okkar venjulega krem – ég setti smá hindberjabragðefni í kremið sem fór á sem “ísinn” sem og smá bleikan lit.
Ég var svo búin að fara á milli nokkurra verslana í vikunni til þess að leita að ísformum með flötum botni en fann þau hvergi þannig að ég endaði á að kaupa bara þessi “vöfflu”laga sem ég fann í Kosti.
Bakaði bara venjulegar cupcakes (í þessum venjulegu hvítu muffinsformum) og viti menn þær smell pössuðu ofaní ísformin! Sigurborg hjálpaði okkur við að skreyta kökurnar og lukkuðust þær alveg súper vel! Litu út nákvæmlega út eins og “smábarnaís” í brauði 😀 alger snilld!!
Fann uppskriftina af þeim inni á Blaka.is og hafði ekki prufað að gera þær áður en hey þær voru með banana í þannig að Ása hlyti amk að kunna að meta þær enda ein mesta bananaæta sem ég þekki!