það er nú meiri letin í mér í dag…
kannski er þetta bara veðrið… hmm gæti alveg verið *glott*
Dagurinn er samt búinn að líða alveg ótrúlega hratt, svona miðað við letina í mér.
Ég ætti kannski að fara að segja eins og gamla fólkið sem kemur í vinnuna til mín og segjir að veðrið sé að fara í liðina á sér… veðrið er að fara í vinnuþjarkinn í mér… *hóst*
jáwjáw segjum það bara…
Annars var konan sem ég var að tala um fyrir helgi að koma í tíma, þetta er svo yndæl kona og ég vorkenni henni all svakalega. Hún bað mig svo innilegrar afsökunar fyrir framferðinu þarna um daginn, talaði líka um að hún hefði aldrei nokkurntíma látið svona áður og skildi ekkert hvernig hún gat látið svona hluti út úr sér gagnvart okkur.
Allavegana þetta er búið og gert, búið að fyrirgefa og tilbúið til þess að gleyma. Hún var samt svoddan snúlla að hún gat ekki látið orðin ein duga (sem hefði verið meir en nóg fyrir mig) en hún gaf mér alveg ofsalega fallegan engil sem hún hafði málað sjálf og skrifaði nokkur orð aftan á fyrir mig
“Þetta er engill
sem vakir yfir þér
nótt sem dag”
æj ég vona að þessi bévítans draugur komi sér í burtu frá konu greyjinu.
jæja best að halda áfram að vinna!!!
btw
fín mynd af Fanneyju vinkonu í DV í dag…