Við ákváðum að skreppa í bíltúr í Landssveitina á laugardeginum og eftir smá spjall við Geðbótaríbúa breyttist þetta í helgarferð 😉
Áttum alveg dásamlegan tíma í snilldar veðri með vinafólki okkar og þeirra afleggjurum þar sem potturinn var velnýttur, trampolínið var úthoppað, grasið traðkað af litlum táslum á eftir bolta, sögur sagðar og frábær matur borðaður! (merkilegt hvað hægt er að gera úr “engu”).
Heyskapur var nýlega búinn hjá bændunum í kring þannig að kjörið
var að smella myndum af afkomendunum á 1stk heyrúllu – er það ekki klassísk borgarbarnamyndataka í sveit ?
Á laugardagskvöldinu var brenna og “brekkusöngur” í umsjá hestafólks sem mætir þarna á svæðið árlega – mishresst fólk *hóst*
Við enduðum á því að gista í 2 nætur þótt 1 hafi bara verið á planinu og nutum þess að vera með vinum í góða veðrinu.
Takk fyrir okkur kæru vinir!