Olla var farið að vanta nýja peysu í sumar og þegar ég spurði hann hvernig peysu hann vildi þá var fysta beiðnin græn með skriðdrekum á? ehh æj veistu mig langar ekki að gera skriðdreka á peysu fyrir 9 ára gutta…
Eftir fótboltamót á Selfossi fyrripart sumars kom frá honum að hann væri til í ÍRpeysu svipaða og Jóhann Mikael á!
Úr varð að ég fór í smá pælingar, langaði ekki að gera alveg eins peysu enda var sú gerð af ömmu JM og engin uppskrift til skildist mér á mömmu hans. Að endingu teiknaði Leifur upp fyrir mig logoið eftir mynd og ég lagðist í smá útreikninga og pælingar með liti (vildi að aðalliturinn yrði sem líkastur ÍRbláalitnum sem er mjög sterkblár).
Eftir að hafa skoðað mig aðeins um komst ég að þeirri niðurstöðu að Snældan væri með fallegasta og líkasta bláalitinn og varð hún því fyrir valinu.
Mældi drenginn upp, skoðaði nokkrar peysuuppskriftir fyrir léttlopa (sem er með nokkuð sambærilega prjónfestu) og reiknaði svolítið líka að sjálfsögðu.
Hófst svo handa þegar rétt fyrir sumarfríið mitt að prjóna bolinn (4júlí).
Prjónaði peysuna að mestu í bílnum á leiðinni austur á Egilsstaði, ermarnar í bíltúrum niður á firðina en logoið var pínu meiri höfuðverkur og því kláraði ég hana ekki fyrr en við komum heim úr bústaðnum réttrúmlega viku síðar (19.júlí).
En við mæðginin erum í skýjunum með peysuna og hefur Oliver notað hana slatta frá því að ég kláraði hana 🙂
Peysan er semsagt prjónuð úr Snældu (kongebl 47 & Cream White 1) á prjóna nr 3,5mm og 4,5mm og er vel stór á Oliver (notar st 134 og er 9 ára).