ég fékk bréf frá Shavawn frænku fyrir nokkrum dögum.. eða tölvupóst, það eina sem stóð í því var
“is this a current addresss?
Shavawn Brozovic”
auðvitað svaraði ég henni játandi og sendi einnig smá bréf með, ekkert smá langt síðan ég hef heyrt í henni frænku minni. æj það er svosem ekkert skrítið hún hefur verið að vinna eins og brjálæðingur og þess á milli að reyna að standa sig í móðurhlutverkinu þar sem hún á lítill gutta sem er rúmlega ársgamall.
Mér þótti alveg rosalega vænt um að fá þessa fyrirspurn frá henni og er búin að vera að tékka reglulega á póstinum síðan ég svaraði henni, viti menn hún svaraði mér í gær *jeij* Fékk rosalega langt bréf um hennar hagi og svo auðvitað litla prinsinn hennar og eiginmanninn.
Vá hvað mér finnst það skrítið að hún sé gift því að mér finnst vera svo stutt síðan ég var úti hjá þeim og þá var hún algert fiðrildi og ekkert á leiðinni í eitthvað svona massívt samband…. EN ég verð víst að sætta mig við það að næstu daga eru komin 5 ár síðan ég kom heim, alltof langur tími!!!
Mig langar út til þeirra aftur.. þá helst fyrr en síðar. Verst er að það er dýrt ferðalag og kostar líka þónokkurn tíma að fara þangað.. og ég það erfiðasta er að Sam frændi er með alzheimers og er víst alveg svakalega erfiður þannig að það að gista hjá þeim myndi setja allt úr skorðum á þeim bæ, hann virðist taka öllum svona smábreytingum frekar illa.Gisting yrði semsagt að vera hjá einhverju af börnunum þeirra Ástu & Sam og þau búa öll í einhverjum asnalegum úthverfum og ég kann ekkert að keyra í svona stórborg *blah*
Ég mun samt fara aftur þangað það er alveg á hreinu, maður lætur ekki ættingjana tínast þarna í Ameríkunni.