Við fórum í Brúðkaup þeirra Hafrúnar og Jóns Geirs í gær. Eða þau létu pússa sig saman í vikunni af fulltrúa sýsla á Suðurlandi í fallegu umhverfi Bjálmholts.
Lögðum af stað upp úr hádegi í samfloti við Axel & Sellu og skelltum upp tjaldbúðum ca 2tímum síðar (já við stoppuðum í “lönsh” á Selfossi).
Tjöldum hennt upp og byrjað að hafa sig til fyrir brúðkaupspartýið við annsi hreint frumstæðar aðstæður 😉
Við náðum nú samt að gera okkur til á sómasamlegum tíma þannig að við tókum smá göngutúr um svæðið, Þau voru búin að eyða hellings tíma í undirbúning. Bjuggu til fullt af skiltum sem bentu gestum á ólíklegustu staði 😉
Gestirnir voru ferjaðir með rútu frá Bjálmholti yfir á Laugaland þar sem matur, glens og grín var við völd. Þau voru með mat frá veisluþjónustu SOHO sem er alveg óhætt að mæla með – forréttirnir voru æði! og voru margir!
Eftir herlegheitin á Laugalandi færðum við okkur aftur yfir í Bjálmholt þar sem viðtók hlöðuball! þvílík skemmtun í gangi fram á rauða nótt… Nýgifta parið passaði svo upp á það að enginn færi svangur að sofa (eins og fólk væri svangt eftir matinn?) og tók faðir brúðgumans fram grillið og hófst handa við að grilla hamborgara ofaní mannskapinn!
Við skriðum inn í tjald um rúmlega 2… rumskuðum við nágranna að skríða inn um 6 þannig að gleðin var við völd alla nóttina!
Brúðhjónin buðu svo upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð áður en mannskapurinn hóf að pakka saman og koma sér í borgina á ný.