Við lögðum af stað rétt eftir hádegið frá Siglufirði. Ákváðum að fara nýja leið sem Maggi og Elsa bentu okkur á og keyrðum yfir Þverárfjallsveg sem skv þeim er eitthvað styttri en “gamla leiðin”.
Ákváðum að stoppa þar í smá picknick við eyðibýli sem heitir Illugastaðir.
Fallegt bæjarstæði aðeins upp í brekku með litlum læk sem rennur við húsvegginn.
Krakkarnir nutu sín við að stífla bæjarlækinn eins og þeim einum er lagið með smá leiðbeiningum frá Leifi sem fékk samt lítið að gera með þeim.
Við héldum síðan áfram nokkurnvegin beinustu leið til borgarinnar á ný með stuttu stoppi í Staðarskála 🙂 Vorum komin heim í kringum kvöldmatarleitið (stoppuðum reyndar í Mosó og fengum okkur kvöldmat þar).
Það voru annsi þreyttir ferðalangar sem lögðust á koddana í kvöld.