Við vorum svo heppin að Maggi & Elsa buðu okkur að gista hjá sér á Sigló í nótt þannig að við gátum tekið gærdaginn aðeins rólegar en við hefðum annars gert. Systir Elsu á ættaróðal fjölskyldunnar á Sigló og ætluðu að eyða viku þar (inn á milli AirBnB liðsins ;-)).
Komum í hús eftir að krakkarnir þeirra voru sofnuð og krakkarnir okkar enn með heilmikla orku í sér eftir alla þessa bílferð í gær.
En mikil gleði varð í morgun þegar allir voru vaknaðir, sem hefði alveg mátt vera aðeins síðar, og fengu leikfélaga 😉
Ása Júlía & Rebekka Rún voru ekki lengi að detta í Barbie leik og Oliver & Óskar Leó í spil og fótbolta. Sigurborg Ásta sveimaði svo þarna á milli.
Stelpurnar fundu sér stað í brekkunni fyrir ofan húsið þar sem þær týndu lúpínufræ við mismikinn fögnuð nærstaddra 😉 Það er samt svo dásamlegt hvað þær voru duglegar að dunda sér, við vissum varla af þeim 😉 Oliver og Óskar gerðu heiðarlega tilraun á meðan til að dúndra niður skjólvegginn með þrumuskotum þar sem hann var nýttur sem mark.
Við ákváðum að skella í eina krakkahópmynd þarna en æskuvinirnir hafa verið annsi samtaka í barnaláninu síðustu ár.
Frá vinstri:
Ása Júlía ’09, Sigurborg Ásta ’13, Rebekka Rún ’11, Óskar Leó ’08, Oliver ’07 og fyrir framan þau situr Jóel Fannar ’15.
Sigurborg Ásta tók ástfóstri við steinakalla á girðingunni og gat ekki með neinu móti farið inn í bíl án þess að knúsa þá almennilega bless.
Við stoppuðum svo í bakaríinu á leiðinni út úr bænum og keyptum okkur smá nesti til þess að njóta í picknick á leiðinni heim… meira um þar síðar 🙂