Við ákváðum að nýta réttindin sem fylgdu bústaðnum til að veiða í Eiðavatni í dag 😉
Ása Júlía hefur aldrei áður farið að veiða en Olli hefur farið ca 2x með Magga afa niðrá höfn og á Þingvelli að veiða.
Við urðum lítið vör við fisk við bryggjuna þannig að Leifur ákvað að fara með þau 1 í einu út á árabátnum sem fylgdi líka bústaðnum og sjá hvort eitthvað gerðist á meira dýpi.
Olli varð aðeins var en fiskarnir voru ekkert alveg á því að láta nappa sig í það skiptið. Ása Júlía hinsvegar krækti í eina fallega Bleikju en óborganlegt var að fylgjast með henni með fiskinn sinn sem varð eini fiskur ferðarinnar
Að sjálfsögðu var Bleikjan grilluð og Ása Júlía varð frekar hissa þegar Leifur skellti diskinum með heilgrillaðri Bleikju á borðið fyrir framan hana og sagði henni að nú þyrfti hún að borða aflann sinn 😉
Sem hún gerði! ekki ein samt en þetta var víst besti fiskur sem hún hefur smakkað… Sigurborg Ásta var hinsvegar ekki alveg á því að borða fiskinn sem hún horfði á sprikla nokkrum klst áður, pabba sinn verka hann og mig undirbúa til grillunar og fór að hágráta (vægt til orða tekið) þegar fiskur var settur á diskinn hennar, barnið sem elskar að borða bleikan fisk! – sem betur fer var hann ekki það eina sem var á boðstólunum þetta kvöldið.
Oliver varð pínu svekktur að fá ekki líka fisk þannig að þeir feðgar fóru aftur út en ekkert gerðist… þeir reyndu líka aðeins síðar í ferðinni án árangurs.