þessi helgi held ég að hafi einkennst af keyrslu, rigningu og skemmtunum :o)
Hún var yndisleg í alla staði og rosalega gaman að finna að maður passaði inn í þessar grúbbur sem ég var að hitta. Þ.e. familíuna hans Leifs & vinahópinn hans :o)
Fólk var hresst og var ekkert að láta veðrið skemma e-ð fyrir sér :o) Mér skilst að það hafi komið eitthvað á bilinu 500 til 1000 myndir út úr þessari ferð… og þar af Jökull einn með 750 myndir sem reyndar eru margar hverjar eins eða bara af einhverju bulli þannig að þær eru ekkert endilega efniviður í myndaalbúm á netinu. Hann sýndi okkur nokkrar myndir í dag og þær eru margar hverjar alveg frábærar. Leifur tæmdi sína myndavél í gærkveldi og þar voru fullt af skemmtilegum myndum líka. Iðunn er bara að bíða eftir plássi á eitthvað gallerýjunum (diskastækkun í framkvæmd á þeim bænum eða e-ð þannig) þannig að ég fæ að skemmta mér fljótlega yfir þeim myndum.. *gaman*
Merkilegt hversu þreyttur maður er alltaf eftir útilegur… það er einhvernvegin eins og maður komi tífallt þreyttari til baka en þegar maður fór í útileguna eða ferðalagið… Á vissan hátt eru ferðalög engin hvíld heldur orkuþjófar :o)