Við skelltum okkur í bíltúr upp á Kárahnjúka í dag. Við höfum ekki farið þangað síðan Leifur kláraði síðasta úthaldið sitt þarna. Tja og ég og Olli síðan hann var 3 mánaða en þá fórum við mæðginin í bíltúr austur.
Krökkunum fannst það alveg stórmerkilegt að pabbi þeirra hefði unnið við gerð þessarar stíflu líka (náttrúlega allra 3 Sauðárdals og Desjárstíflur voru meira á hans höndum en sú stóra).
Úti í miðju lóninu er “eyja” sem Leifur og Björk gáfu nafnið Sandey rétt í þann mund sem Sandfell varð að eyju 😉
Leifur fékk rosalegt nostalgíukast þarna og myndaði stíflurnar í bak og fyrir.
Geldingahnappur er í smá uppáhaldi hjá mér líka líkt og Fífan og fær því að fljóta með en þessi mynd er tekin við Sauðárdalsstíflu.