skrapp aftur upp í sumarbústað til foreldra Leifs í gær, ekkert smá notalegt og vildi ég óska þess að ég gæti verið í einhvern tíma í sumarbústað, ekki bara svona dag og dag. Kemur allt saman í ljós eftir viku. Þá ætlum við að leggja snemma af stað og nýta daginn í sumarbústaðnum.
Gærkveldið var voðalega næs, við lögðum af stað rétt fyrir 6 og vorum komin upp í bústað um 7 leitið. Beint í grillaðan Silung og með því *namminamm* sátum svo frameftir kvöldi og vorum að spila e-ð spil sem ég man ekki hvað heitir en er dáldið sniðugt – aldrei spilað það áður.
Við lögðum alltof seint af stað í bæjinn *úff* fórum ekki af stað fyrr en um 12:30 og vorum því ekki komin í bæjinn fyrr en rétt fyrir kl 2… Leifur greyjið þurfti að stoppa 2x til þess að vekja sig aðeins, fínt að standa upp og snúa sér upp í vindinn til þess að vakna. Ég hinsvegar dottaði í smá tíma… hrökk upp við það að ég heyrði e-ð skrítið hljóð, fannst eins og við værum að keyra út af… neinei þá var það víst vatnsflaumur í hjólförunm… sem betur fer eiginlega… það var svo lítil umferð þarna.
En betur fór en “á heyrðist” svo maður misbjóði nú aðeins fleigum línum, mér brá allavegana ekkert smá við að heyra þetta hljóð. Svakalega var samt erfitt að vakna í morgun… og tilhugsunin um það að geta ekki farið að sofa fyrr en einhverntíma seinna í kvöld er ekki spennandi, amk ekki í augnablikinu. Ástæðan á bakvið það er hinsvegar mun skemmtilegri :o)
Ætlum að hittast flest sem fórum á Laugarvatn um helgina og jappla á afgöngum *haha* mér skilst að það hafi verið eftir 3 pulsupakkar = 30 pulsur! bara gaman aðþví!!!