Við skelltum okkur í heimsókn i Slakka í dag ásamt Skúla afa, Ingu ömmu og Hrafni Inga.
Áttum þar yndislegan sumardag þar sem krakkarnir nutu sín út í eitt og ekki skemmdi að fá ís í lok dags 😉
Mjög vinsælt var að leika við mýslurnar, hamstrana og kanínurnar enda smá og auðvelt að meðhöndla 😉
Einnig fengu þau að halda á hvolpi og kettlingum, fylgdust með yrðlingum, svínum að fá að borða, hænum vappandi um og páfagaukum af ýmsum stærðum og gerðum.
Hér má finna nokkrar myndir frá deginum.
Verð að taka það fram að við sjáum heilmikinn mun á staðnum frá því að við heimsóttum hann síðast fyrir nokkrum árum en þá var öllu viðhaldi svo ábótavant að okkur blöskraði að borga okkur þarna inn – núna var allt mjög fínt 🙂