Ég er LOKSINS búin með peysuna hennar Sigurborgar Ástu..
Byrjaði á henni í mars! á reyndar eftir að þvo hana, leggja til og setja tölur þegar þetta er skrifað en því mun verða bætt úr í kvöld – (um leið og ég er búin að kíkja til hennar Döggu í Litlu Prjónabúðinni (uppáhalds tölubúðin mín – og ein af uppáhalds prjónabúðunum almennt).)
Prjónaði eina fyrir Ásu sem “égeraðbyrjaískólapeysu” síðasta sumar, ákvað svo að skella í eina handa Ingibjörgu sem hún fékk í afmælisgjöf í vor og að lokum þessa handa Sigurborgu minni.
Það skemmtilega við þessa uppskrift er að engar 2 stærðir eru eins, og þar af leiðandi er engin þessara þriggja peysa eins í rauninni þótt notast sé við sama munstur þá eru endurtekningarnar misjafnar og í stærri peysunum bætt við “fléttum” inn á milli eins og er í þessum litlu í upphafi og enda munsturbekksins.
Í allar peysurnar notaði ég Yaku sem ég keypti í Litlu Prjónabúðinni, slapp með 4 dokkur í Ásu peysu (st 7yr lengd), 4 fóru líka í Ingibjargar peysu (st 5yr) en aðeins lítið sem ég notaði af þeirri 4ðu og 3 í Sigurborgar peysu (st 3yr) og ekki mikið eftir af 3ju dokkunni.
Þar sem Sigurborg Ásta er í sveitinni þá mun ég ekki ná að mynda dömuna í peysunni strax en ég bæti úr því við fyrsta tækifæri!