á vissum tímum sólarhringsins er birtan bara einfaldlega þannig að það eina sem mann langar að gera er að fara út og taka myndir – hellst af öllu með almennilegri myndavél !
Ég var á heimleið úr Ossabæ eftir að hafa eytt tíma þar með Leifi & krökkunum + tengdó en sumir eru ekki komnir í sumarfrí þannig að ég brunaði aftur heim eftir leik Íslands & Frakklands í EM.
Átti svo erfitt með mig að fara ekki beinustu leið út aftur þegar ég kom heim með stóru myndavélina en lét það samt eftir mér að stoppa 2-3x á leiðinni heim til þess að taka myndir og njóta… t.d. var Snæfellsjökullinn svo fallegur – og Esjan og og og en þar sem ég var bara með símann meðferðis þá vissi ég að myndirnar yrðu ekkert spes – eins og ég sagði þá langaði mig mest af öllu að hoppa út aftur og taka myndir en er hrædd um að nokkur mótív hafi þegar verið farin 😉
Hér eru þær sem ég lét freystast til þess að taka á leiðinni heim…