ég tók áskorun fyrir ca mánuði síðan…
Sumir héldu því fram að ég myndi ekki endast kóklaus í viku…
well þessi vika er orðin að mánuði… ef ég tel vikurnar þá eru það 5 vikur í dag sem ég hef ekki fengið mér kók… eða jú ég fékk 1 kókglas á Deep Purple tónleikunum en ákveðið var að það glas væri ekki marktækt þar sem þeir seldu ekkert annað gos, þar sem ég var bílandi og drekk m.a. ekki bjór þá stóð mér víst ekkert annað til boða en kók, bjór eða hvítt… ég spurði reyndar um vatn og var tilkynnt að það væri bara niðri á WC *öhum* ekki beint e-ð lystilegt, var alveg að skrælna. Get reyndar alveg viðurkennt það að mér fannst ekki gott að fá mér kóksopa.
ef mér telst rétt til þá var síðasti meðtaldi kóksopinn þann 8.júní ;o)
núna er komin ný fíkn… þökk sé Sirrý :o)
jebb daman er farin að drekka sprite zero í staðin… hah ekki mikill sparnaður í þessari áskorun en sprite zero er þó allavegana mun hollari drykkur en kók…
Sumir eru reyndar með hálfgerðan móral yfir þessu öllu saman, höfðu greinilega ekki næga trú á dömunni en hvað um það ég sanna að ég get gert það sem ég vil :o)
//Innskot:
það eina sem ég átti við með “mun hollari” er að sprite inniheldur ekki Koffín og er ekki eins sætt og kók þrátt fyrir það að innihalda gervisykur og þessháttar drasl. Fyrir utan það þá var aðal atriðið ekki það að ég væri búin að skipta um drykk heldur að sjálfur kókistinn væri hættur að drekka kók, ég var að reyna að monta mig en margir hverjir hafa sennilegast ekki áttað sig á því. eða hvað ?