það kom hingað maður í gær sem mér fannst alveg rosalega skrítið að tala við…
maðurinn er með dáldið sérstaka rödd og ég held ég sé ekkert sú eina sem þekki hann bara úr sjónvarps/útvarpstækjum, sennilegast þessvegna sem mér fannst alveg ferlega skrítið að tala við hann “face2face” eða eins og Eva Hlín segjir FasetúFase.
Allavegana mér fannst sem ég væri að tala beint við annaðhvort Sjónvarpið eða útvarpið og það sem maðurinn var að segja ætti frekar að vera “Gummi Ben hleypur með boltann ….” í stað þess að segja “ég á pantaðan tíma núna kl fjögur”
Maðurinn sem um ræðir er mjög þekktur fótboltagaukur og er einn vinsælasti fótboltaleikjalýsandi sem til er á landinu. :o)