Við Leifur ákváðum að drífa í því að kjósa eftir afmælisveisluna hans Birkis Loga í dag. Við vorum hvorteð er bæði nokkuð ákveðin í hvaða stimpill yrði fyrir valinu 😉 plús að planið er að gera eitthvað allt annað en kjósa um næstu helgi.
Leifur fór inn á undan og þegar ég fór inn þá spurði Ása Júlía mig “afhverju fórst þú líka að kjósa?” sumar eru greinilega vanari því að pabbinn sé að tala um stjórnmál og þeim tengdum hlutum. En eftir að hafa útskýrt það fyrir henni að allir hefðu kosningarétt og að í dag væri einmitt dagurinn sem konur öðluðust fyrst kosningarétt fyrir 100 árum þá heyrðist í dömunni “ég vil líka kjósa!” – næsta skref útskýra aldursmörk…
Persónulega er ég reyndar á því að það eigi allir að nýta sinn rétt til að kjósa – hvort sem fólk velur það sem er í framboði eða bara skilar auðu/ógildu.
Krökkunum fannst æði að fara upp í Perlu… þar er nefnilega svo gott útsýni og kjörið að leita eftir sjóræningjum *ehemm*