Við Sigurborg Ásta fórum í vorferð með leikskólanum í dag upp á Skaga.
Fyrst var förinni heitið að Langasandi þar sem krakkarnir sprikluðu í flæðarmálinu, byggðu sandkastala og leituðu að gullmolum í sandinum.
Sigurborg var fyrst og fremst forvitin um þessa nýjung að fara í fjöruna og hætti sér ekkert alltof nálægt sjónum en stappaði því meira í polli sem eldri krakkarnir bjuggu til nokkru ofar og naut sín í botn.
Eftir fjöruna var haldið upp í skógrækt þar sem grillaðar voru pylsur og leikið í leiktækjunum þar. Ég fékk vægt flashback frá því að Ása Júlía var á hennar aldri en þá var farið í eins ferð sem endaði með slysóheimsókn á Skaganum. Sem betur fer þurfti enginn á slíkri heimsókn að halda í þetta sinn.
Eftir hopp og hí og húllumhæ í skógræktinni var svo haldið heim á ný 🙂