Foreldraráðið í flokknum hans Olla í fótboltanum var með smá gleði fyrir strákana (og systkinin) í dag. Loftboltar! en foreldrar eins í hópnum (sem er reyndar líka bekkjarbróðir Olla) eiga þetta batterí.
Krakkarnir skemmtu sér stórkostlega vel 🙂
Sigurborgu fannst voða sport að rúlla nokkra hringi inni í einum. Ása Júlía skoppaði þarna um líka og Oliver spilaði fótbolta með guttunum og fór svo í boðhlaup – krakkar á móti foreldrum! og þar var Leifur með í liði foreldranna.
Ýmislegt var gert til þess að tefja foreldraliðið, þó sérstaklega af öðrum fullorðnum 😉
Pabbarnir tóku svo einn fótboltaleik sem gekk misvel en bara gaman hjá þeim öllum 🙂
Annars eru boltarnir hinar fínustu barnapíur… það er t.d. hægt að geyma börnin svona 🙂
Oliver fannst þetta samt ekki alveg eins góð hugmynd til lengdar eins og mér… hann kvartaði samt lítið á meðan hann var fastur svona 😉 en þetta virkaði reyndar bara í smá stund eða þar til vinur hans kenndi honum hvernig maður á að losa sig úr svona klemmu *haha*
Eftir boltagleðina var pylsupartý fyrir strákana og þá aðstandendur sem mættir voru.
Ásu Júlíu og Sigurborgu Ástu fannst það ekki leiðinlegt að græða pylsupartý!
Leifur skellti sér á grillið á meðan aðrir foreldrar sáu um að græja pylsur ofaní hópinn.
Hluti af strákunum tóku svo þátt í að leiða lið meistaraflokks inn á völlinn fyrir leik þeirra á móti KF.
ÍRingarnir unnu leikinn með glæsilegri markatölu 4-1 🙂