fyrr í dag var hringt til mín í vinnuna og spurt hvort ég væri ekki örugglega á staðnum, hvort ég væri nokkuð farin í sumarfrí… neieni ég er hérna enn var svarið…
Í símanum var kona sem mér er farið að þykja þónokkuð vænt um, hún er búin að koma hingað til okkar í sjúkraþjálfun síðan fyrir lange bange.. alla vegna frá því áður en ég byrjaði hérna ’99.
Hún berst við ljótan draug og á stundum rosalega erfitt þegar hún kemur hingað. Allavegana hún er margoft búin að segja okkur hve gott henni þykir að koma hingað til okkar og svo frv.. sem er rosalega gott að heyra…
Í dag kemur konan og segjir Dagný, komdu hérna með mér fram… hmm mins gerir það… dregur hún þá upp rosalega sætan kertastjaka inn pakkaðan og læti og gefur mér… sem þakklætisvott fyrir að “þola þessa erfiðu kellingu” og fyrir að vera “svona yndisleg og hjartahlý stelpurófa”
mér þykir alveg rosalega vænt um þetta frá henni enda er þetta yndisleg kona.
Takk fyrir mig skvísa ;o)