Trýnan mín
í Október í fyrra var Trýna greind með krabbamein í einum af spenunum hennar. þá var ákveðið að skera hana upp og fjarlægja æxlið sem hafði myndast. Nú um jólin þá tókum við eftir því að annað æxli hafði myndast við annan spena. Við héldum fjölsk. fund og ákváðum að við myndum ekki kvelja hana með því að setja hana í aðra aðgerð enda orðin 13ára gömul í okkar árum… og alger ellismellur í kisuárum. við ætluðum að fara með hana til Dagfinns Dýralæknis eftir helgi en hún hafði ekkert borðað hvorki í gær né fyrradag þannig að mamma fékk tíma hjá Dagfinni í dag. Hann staðfesti grun okkar um æxlið og sagði að það væri stærra en hitt og aðgerðin yrði í rauninni meiri en sú fyrri. Við ákváðum að gera henni það ekki að fara í gengum svo erfiða aðgerð. Trýna fékk að fara að sofa í dag.
Við fengum kisu þegar ég var að verða 11 ára. Hún hefði orðið 13 ára einhverntíma í febrúar, okkur var sagt að gotið hefði verið í febrúar. Rosalega er erfitt að hugsa til þess að ég geti fengið að sitja í sófanum án þess að þurfa að slást við kisu um plássið… og að mamma geti fengið að sofa í friði í rúmminu sínu án þess að eiga von á því að Trýna hoppi upp í rúmm til hennar einhverntíma yfir nóttina og sofi ofaná henni.
Trýna var virkilega eins og ein af fjölskyldunni… það er ótrúlega sárt að þurfa að taka þessa ákvörðun en ég vil frekar að hún fái að fara að sofa en að þjást og lítið hægt að gera fyrir hana.
Elsku Trýnan mín, þín verður sárt saknað