Peysan Blær eftir Hlýnu varð fyrir valinu sem sumarpeysa Sigurborgar Ástu í ár. Ákvað að halda mig bara við uppgefið garn og útkoman varð nokkuð fljótprjónað eintak.
Sigurborg Ásta er allavegana voða glöð með hana og heimtaði að fara í henni í leikskólann strax og tölurnar voru komnar í (ekki alveg til í það fyrr en búið er að skola úr henni og merkja hana 😉 )
Munsturprjónið er fljótgert um leið og maður er kominn upp á lagið með það og auðvelt er að síkka ermar og búk þar sem hún er prjónuð frá hálsi og niður. Hún gefur manni frjálsar hendur með hvar munsturprjónið er notað, ég kaus að hafa það bara á framstykkinu en skv uppskrift er það líka á bakstykki.
Ég fór með tæplega 4 dokkur í stærð 2-3ára, ég myndi segja að stærðin sé í minni kanntinum þar sem Sigurborg Ásta notar alla jafna fatastærð 86 sem er ca fyrir 18 mánaða (eða ári yngra en hún er) og ég get ekki sagt að ég prjóni neitt sérstaklega fast en líklega fastar en hönnuðurinn gerir.