Ég er búin að vera á þeytingi hingað og þangað síðan ég fór í frí… telst að dagurinn í dag sé fyrsti dagurinn þar sem EKKERT er á dagskrá og ég heima hjá mér *jeij*
Ég er búin að fara í sumarbústað, heitanpott, 2x í sund, 2x í piknik í Heiðmörk, á Stuðmannaball, í verslunarferð og fullt fullt fleira… allt rosalega skemmtilegt :o)
Fór semsagt í sumarbústað með Sirrý, Evu Hlín, Lilju & Lillanum á miðvikudaginn, vorum lagðar af stað úr bænum um 11 leitið… Stoppuðum í Bónus í Hveró og urðum auðvitað að skoða nýju Verslunarmiðstöðina í Hveragerði *jájá*
Leifur kom líka, bara seinna :o)
Ég varð reyndar vitni að því að reynt var að “brjótast” inn í bílinn minn… frekar fyndin sjón.. Einhver kona labbaði að bílnum og reyndi að setja lykil í skránna, reyndi að opna hurðina labbaði svo hringinn í kringum bílinn… held að þá fyrst hafi hún áttað sig á því að þetta var ekkert hennar bíll… hann var allt annarssstaðar á bílastæðinu… bara húmor :o)
það fyndasta var reyndar sú staðreynd að kellan var á :
nýrri polo (minn er ’97)
5dyra polo (minn er 3d)
gaman að þessu… tja við skemmtum okkur allavegana mjög vel *heheh*
Við nutum lífsins algerlega í sveitinni… fórum í heita pottinn, spiluðum, slúðruðum og nutum þess að vera til :o)