Ég er búin að vera annsi löt að senda eitthvað hingað inn… en það er bara svona
Skrapp með settinu mínu upp á Akranes áðan að heimsækja KVK sem er mágur hennar múttu minnar… Karlinn er á spítalanum þar og er búinn að liggja inni í meira og minna allt sumar. Bjakk hvað ég öfunda þau hjónin enganvegin… Karlinn er búinn að horast niður og hún orðin frekar þreytt, enda búin að vera ofur dugleg að sitja við rúmstokk karlsins. En það er víst svona þegar fólk berst við alvarlega sjúkdóma. Ég vona bara að karlinn nái að yfirbuga þetta og það sem fyrst.
Skemmtilegri fréttir…
ég er búin að vera að dunda mér við það að taka aðeins til í fataskápnum mínum… á slatta af “sumar”fötum síðan ég var úti hjá Ástu frænku, var svona að grafa þau upp þar sem maður hefur nú ekki beint verið að nýta þau undan farin ár. Mér til mikillar gleði þá passa ég enn í stóran hluta af þeim *jeij* þá sérstaklega kjólana.. er ekkert smá sátt við það
Er búin að vera að dunda mér við það að surfa á vefnum líka síðustu tíma og viti menn allir eru á netinu!!!
Ég fann semsagt æskuvinkonu mína *haha* hef lítið séð hana síðan hún flutti “alla leið” út á Seltjarnarnes já alveg gífurlega langt að fara þangað… aníhú ég hef yfirleitt rekist á hana úti á Eiðistorgi en ekkert séð hana í lengri lengri tíma.. svo finnur maður dömuna barasta á netinu, það er frábært.. glugga í “fortíð” hennar og sjá hvað hún er búin að vera að bralla
Jæja best að fara að koma sér í háttinn…