Alveg frá því í fyrra sumar hefur Oliver talað um að fara aftur í svona “stóran hjólatúr“.
Sem ætti alveg að geta gengið upp í sumar þar sem við erum búin að vera dugleg að “þjálfa Ásu” upp í lengri hjólaferðir undanfarið 😉 Sigurborg Ásta elskar að sitja í stólnum á hjólunum okkar Leifs þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði að hefja almennilega hjólaferð 😉
Við fórum í góðan hjólatúr í dag þar sem tæpir 8,5km voru að baki með slatta af brekkum og öðrum eins skemmti þrautum.
Ása Júlía var aðeins farin að örvænta í mestu brekkunum en stóð sig með prýði. Oliver var á fullu að læra hvernig best væri að tækla brekkurnar með aðstoð gíranna á hjólinu sínu.
Við ræddum það svo eftir hjólatúrinn okkar að Ása færi nú alveg að verða tilbúin til að t.d. hjóla í Álfheimana til ömmu og afa 😉 Henni fannst það nú ekki amaleg áskorun!