Við skelltum okkur í bíltúr í dag… hvert förinni var heitið var óvíst þegar við lögðum af stað en ákváðum að “elta gula fíflið” :a:
Þegar við vorum allt í einu komin að Laugavatni ákváðum við að færa okkur aðeins og bruna yfir á Þingvelli og fá okkur göngutúr þar.
Við vorum greinilega ekki alveg ein um þá hugsun þar sem þar var fullt af bílum við sjoppuna en það stoppaði okkur ekki í því að kæla okkur aðeins niður með ís 😉
Þegar við höfðum kælt okkur aðeins niður ákváðum við að halda niður að Öxarárfossi þar sem við fengum kjörin skilyrði fyrir myndatökur af krökkunum :love:
Meðal annars náði ég þessari á símann minn en nokkrar betri náðust á stóru vélina sem við höfðum gripið með okkur.
Ég notaði líka tækifærið og smellti nokkrum myndum af Ásu Júlíu með nýju húfuna sína sem ég kláraði í gærkvöldi sem rötuðu svo inn á Ravelry 😉 Alltaf gaman að taka myndir af krökkunum í fallegu umhverfi 🙂
Það er hérna sér póstur um húfuna Tuma úr bókinni Leikskólaföt sem Eva Mjöll & vinkonur gáfu út í byrjun mánaðarins.
Það er líka svo gaman að taka myndir í björtu og fallegu veðri í fallegu umhverfi 😉
Oliver fann sig knúinn til þess að hlaupa upp og niður á útsýnispallinum, margar myndanna virka eins og hann sé í lausu lofti á leiðinni þarna niður 🙂
Það er líka eitthvað við það að koma á Þingvelli og smella svona eins og einni mynd af íslenska fánanum við hún við Almannagjá líkt og sést á titilmynd færslunnar <3