persónur & leikendur:
Dagný Ásta, Inga Lára, Jana, Jökull, Leifur & Fjallabíllinn
Staðsetningar:
Kjölur, Hvítavatn, Hveravellir & Kerlingafjöll
Lögðum af stað rétt fyrir kl 9 í gærmorgun, ferðinni var heitið upp á hálendi Íslands. Skemmtilegur hópur sem kom sér fyrir í fjallabílnum fullur tilhlökkunar um það sem fyrir augu myndi bera og hvaða ævintýri dagurinn myndi bera með sér.
Við byrjuðum ferðina á að keyra á Laugarvatn og um Geysissvæðið og þaðan upp á Kjalveg. Leifur stoppaði Fjallabílinn eftir stutta keyrslu þar til þess að minnka loftið í dekkjum Fjallabílsins… tókum reyndar eftir því þegar við vorum komin dáldinn spöl að það hefði ef til vill eilítið of mikið farið úr dekkjunum… stoppuðum því aftur og fylltum aðeins á dekkin..
Stoppuðum svo í piknik við Hvítavatn, fundum slóða sem náði svo til alveg niður að vatninu. Náðum fullt af myndum af þeim jökultungum sem liggja þar niður frá Langjökli man reyndar ekki alveg hvað þær heita.
Því næst var haldið upp að Hveravöllum. Áður en við komum þangað stoppuðum við reyndar og gengum upp á fjall sem heitir Dúfunefsfell og lituðumst um þar. Þaðan er rosalega gott útsýni í allar áttir.
Þegar við komum svo á Hveravelli röltum við um svæðið í góðan tíma og skoðuðum eins margt og við gátum… nenntum reyndar ekki að stinga okkur í “pottinn” þannig að það verður bara að bíða betri tíma.
Hittum þýsk hjón þarna á hverasvæðinu sem voru með flottustu myndavélar sem ég hef nokkurn tíma séð!!! Við vorum öll alveg heilluð af linsunum hans og vorum að spjalla við þau í dágóðan tíma um myndavélarnar þeirra og myndefni, ekkert smá sem sumir slefuðu yfir þessu öllu saman *nefnienginnöfn*
Kíktum í hellinn þeirra Fjalla Eyvindar & Höllu og pósuðu flestir þar í hellisopinu. Merkilegt hvernig fólk gat lifað “hérna í den”
Næst á dagskránni voru Kerlingafjöll, þar stoppuðum við og grilluðum. Keyrðum líka þónokkuð upp til þess að sjá yfir svæðið, þvílíkt útsýni og ekkert smá fallegt að sjá.
semsagt við keyrðum langt og sáum margt…
furðuðum okkur þó á ýmsum hlutum eins og til dæmis:
hvað við sáum marga smábíla
hve margir voru að hjóla yfir Kjöl
hvernig karlinn á Audinum tímdi að fara þarna um á fína bílnum
hvernig fólk getur verið að henda rusli út um allt… sáum slatta af drykkjarfernum og HELLING af sígarettustubbum á þessum hellstu “stopp” stöðum
hve fólk getur verið óendanlega miklir dónar og keyra alltof hratt miðað við aðstæður
hve margir voru ótillitssamir (af öllum þeim fjölda bíla sem við mættum þá viku 2 fyrir okkur annars vorum við alltaf að víkja fyrir hinum)
Allavegana ferðafélagar takk fyrir daginn, þetta var snilldar ferð og ég sé sko ekki eftir þessum 16 klst sem fóru í þetta þótt ég sé alveg handónýt í dag *hahaha*
Læt vita þegar ég finn einhverjar myndir af ferðinni á netinu ;o)