Ég nennti nú ekki að horfa á júró í gærkvöldi þannig að ég skellti mér í hjólatúr sem varð aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaðeins lengri en ég ætlaði mér.
Er bara þannig að ég vil ekki vera fyrir, sérstaklega þegar mér finnst ég ekki vera nógu góð í einhverju eða að gera e-ð.
Í gærkvöldi var sumsé þannig staða uppi þegar ég var komin að litla stokknum/brúnni á göngustígnum rétt við Ögurhvarf í Elliðárdalnum. 2 Guttar að skokka og mér fannst ég einhvernvegin ekki geta beygt inn í dalinn og fara með þeim þar þannig að ég ákvað að hjóla bara áfram og fara að Rauðavatni og etv hring þar? en nei þar hjólaði ég “auðvitað” fram á hestafólk og vildi ekki vera á sama stíg þar þannig að ég hélt áfram eftir einhverjum stíg og fór fram hjá Morgunblaðshúsinu og var allt í einu komin á golfvöllinn í Grafarholti og svo lengst upp á hæðina – ruglið. Þá hófst pælingin hvaða leið heim?
Tæpum 2 klst síðar og rétt rúmum 19 km þá datt ég inn heima eftir að hafa hjólað eftir malarstígum í Grafarvoginum (sjálfum, ekki hverfinu) út að Geirsnefi og upp Elliðárdalinn aftur. þessi klassíski 10+km hringur sem ég hef verið að fara í Elliðárdalnum niður að Stíflu varð ss aðeins annar en vanalega.
Mikið er þetta samt gaman… og ég hlakka svo til að fara í svona ævintýraferðir með krökkunum í sumar 🙂