jæja þá er alveg að verða komið að því Spánarferðin sem ég hef verið að bíða eftir síðustu mánuði er alveg að bresta á ;o)
Ég er samt ekki alveg að átta mig á þessu öllu saman, taskan er komin fram með slatta af fötum, handklæðum, sundfatnaði, hleðslutækjum, skóm og einhverju fleira sem er að öllum líkindum alger óþarfi að dröslast með alla leið til Spánar. Aníhú better tú bí seif than sorrý er það ekki bara ?
Ég tek með mér bók til þess að skrifa í svona minnispunkta um ferðina, reyndar eru í henni punktar um heimilisföng og atriði sem ég þarf að kanna á meðan ég er úti, eins og til dæmis:
minjagripaskeið handa múttu, hún er sko að safna þeim ;o)
M&M blár fyrir Jökul (fríhöfn á leið heim, sko Jökull ég gleymdi þér ekki *heheh*)
eitthvað sniðugt til að rétta Olla afa þegar ég kem heim (hefð)
og sitthvað fleira í þessum dúr ;o)
Aníhú það fer að styttast all verulega í að Leifur minn komi til þess að sækja mig og ég á eftir að klæða mig og klára að henda öllu niður sem ég tek með mér.
Ég stórefast um það að ég og Iðunn eigum eftir að halda okkur frá netkaffihúsum, erum soddan nördar að við getum hreinlega ekki sleppt því *hahaha* Ég veit samt ekki hvort við verðum virkari á okkar eigin bloggum eða spánarblogginu okkar ;o)
Hvet fólk til þess að kíkja bara á öll 3 (Iðunn & Spánarblogg) ef það er forvitið um ferðina okkar. Ég geri eiginlega líka ráð fyrir því að Iðunn mín sendi nokkra pósta inn á mbloggið sitt áður en við förum út í vél :o)
Bless í bili krúsídúllurnar mínar