Við mæðgur fórum á sýningu hjá Lottu í dag og skemmtum okkur stórvel að vanda á sýningunni Bakkabræður og stelpurnar sungu hástöfum með lögunum enda búnar að læra þau utanaf eftir að hafa hlustað á ævintýrið í Lottuappinu. Þó við höfum ekki fengið að kíkja baksviðs eins og vanalega þá fengum við að smella nokkrum…
Month: July 2020
Dagsferð
Við drifum okkur af stað í smá bíltúr í gærmorgun. Reyna að nýta þessar helgar fram að sumarfríi aðeins og láta ekki allan frítíma fara í múrviðgerðir og önnur eins skemmtilegheit! Förinni var heitið austur fyrir fjall, nánar tiltekið í Þjórsárdalinn og aðeins ofar 😉 Háifoss & Granni Við lögðum bílnum á bílastæðinu við…
Þorbjarnarfell & Þjófagjá
Við skelltum okkur í hressandi göngu í dag á Þorbjarnarfell. Vissulega blauta en okkur varð amk ekki kalt! ekki einusinni þegar við sáum í kósí hýsinu í skógræktinni og fengum okkur smá hressingu. Gengum upp í þokuna og sáum varla neitt en fundum á endanum þjófagjánna og sú minnti okkur hún svosannarlega á ævintýri Ronju…
Dásamlegur dagur á Hengilsvæðinu
Við gengum Dyraldal að Botnadal í dag í góðum félagsskap Ingu, Skúla og Ingibjargar. Stelpurnar elskuðu að hafa Ingibjörgu með í dag og voru þær allar afskaplega duglegar í ferðinni. Mikið var spjallað og krakkarnir fræddir um áhugaverðar jarðfræðistaðreyndir – eðal að hafa jarðfræðinga með í för á svona svæði 🙂