Það er einhver leikur í gangi á facebook þar sem maður á að lista upp þau bæjarfélög sem maður hefur búið í. Fær mig til þess að hugsa út í þá fastheldni sem ég hef búið við. Hef bara búið á 2 stöðum með foreldrum mínum – við Leifur búið saman á 3 stöðum og…
Month: May 2020
Fjölskyldubrölt
Brölt dagsins var á Hengilssvæðinu, langleiðina inn í Marardal – klárum það einhverntiman í meira logni 😉 SÁ við það að gefast upp þegar við náðum að “gatnamótum” slóðanna upp að Skeggja og inn í Marardal enda hvasst og frekar kalt. Gangan í heild rúmir 6,5km og allir vel vindbarnir þegar við komumst í bílinn…
Helgafell í Mosó 🥾
Fjölskyldubröltið þessa helgina var á nýjan stað … upp á Helgafell í Mosó. Við erum komin með nokkrar gönguleiðir á “blað” sem okkur langar að fara. Hvort sem það er núna í sumar eða síðar 🙂 Flestar eru á Stór Reykjavíkursvæðinu.
Kletturinn minn
Síðustu mánuðir hafa verið skrítnir og erfitt að hafa ekki getað stutt þig 100%. En þessi kjarnakona hefur tekið þessu verkefni með því æðruleysi sem henni er einleikið. Að greinast með frumubreytingar í “saklausri blöðru sem hverfur á nokkrum vikum”* var bara verkefni sem hún fékk úthlutað í haust og að takast á við 2…
Helgafell í Mosó
Við skelltum okkur í göngu í dag á Helgafellið í Mosó. Gengum upp brattann sem snýr að Vesturlandsveginum og svo niður í nýja Helgafellshverfið. Oliver þaut upp á undan okkur og Ása fylgdi honum fast á eftir. Sigurborg hefði viljað fylgja en litla hjartað vill vita af okkur í nágrenninu svona á nýju svæði. Lognið…
Heiðmerkurhringur
Í þessu COVID rugli erum við búin að vera svolítið innilokuð. Ég hef lítið farið út nema bara rétt í vinnu eða mögulega örferð í verslun þar sem tja það er víst ekki æskilegt að heilbrigðisstarfsfólk sé á flandri skv yfirmönnum okkar 😛 Hvað um það við höfum nýtt þessa góðu vordaga í að skreppa…
táningurinn
Oliver okkar fagnar 13 árum í dag húrra Samviskusami orkuboltinn okkar sem átti þá einu ósk á þessum annars skrítna afmælisdegi að fá Folaldalund með Bernes og marengsköku með nóg af berjum. Við nýttum góðaveðrið í smá fjölskylduviðrun og gengum Búrfellsgjá með afmælisbarninu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum.