Elsku barn… Oliver er að byrja einhvern svakalegan vaxtarkipp. Buxur sem ég keypti á hann í Vetrarfríinu í London eru á mörkunum að vera orðnar of litlar á hann, sama gildir um peysur og boli. En ÞETTA er það skrítnasta! Barnið er kominn með jafnstórar hendur og ég! hvar mun þetta enda!? hann er ekki…
Month: March 2020
Bangsaleitin í boði Ásu Júlíu og Sigurborgar Ástu
Systurnar vildu ólmar taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og drógu fram að mér sýnist alla þá bangsa sem þær gátu mögulega fundið og röðuðu í stofuglugga og eldhúsgluggann. Þetta er að vekja heilmikla lukku enda um þónokkurn fjölda af böngsum að ræða
útsýni
Ég elska útsýnið út um eldhúsgluggann minn á svona dögum. Snjórinn búinn að fá að fallega rólega til jarðar og nær þannig að liggja svona fallega á trjágreinunum. Þetta er eitthvað svo friðsælt.
Heimavinna
Það eru skrítnir tímar framundan, alveg óhætt að segja það. Í byrjun vikunar byrjaði Heilsugæslan að skipta starfsfólki sínu í 2 hluta, 1/2 inni á stöð og hinn að vinna að heiman. Þetta hafa verið vægast sagt skrítnir dagar og hef ég verið bókstaflega úrvinda eftir daginn, mætti halda að ég væri að vinna erfiða…