Ó svo vel heppnaður og girnilegur möndlugrautur í hádeginu í dag <3 Sigurborg Ásta var algjör snillingur í hádeginu þar sem hún fann möndluna í sinni skál fljótlega eftir að við byrjuðum að borða. Hún var mjög lunkin við að fela hana í munninum og grunaði engann að hún væri sú sem feldi hana í…
Month: December 2019
356/365
Ása Júlía er búin að vera að suða síðustu daga að prufa að hafa möndlugraut um jólin. Ég ákvað að láta það eftir henni og græja graut í hádegismat á morgun. þar sem hann er hvorteð er kaldur þá ákvað ég að sjóða grjónin bara í kvöld og eiga þá bara eftir að þeyta rjóma…
355/365
Við ákváðum að viðra okkur aðeins og kíkja í Jólaþorpið í Hafnarfirði seinnipartinn í dag. Stelpurnar voru alveg heillaðar af þessum risa ljósajólapökkum. Þar sem við vorum frekar seint á ferð þá var lítið eftir af dagskránni en ekki slæmt að fá smá ferskt loft þó svo að þökk sé hnéinu mínu þá fórum við…
354/365
Með smá sorg í hjarta keyrðum við þennan mola í förgun hjá Hringrás í dag. Foreldrar Leifs keyptu hann rétt eftir aldamótin sem “krakkabíl” og hefur hann gengið á milli krakkanna nú í tæplega 20 ár. Við tókum þá ákvörðun fyrr í haust að leggja ekki meiri pening í viðgerðir og komið að nokkrum núna….
353/365
Jólabaðið hjá Laufblaðinu hjá Löðri – spurningin er svo hversu lengi helst bíllinn hvítur?!
352/365
Það er hefð í vinnunni minni að síðasta fimmtudag fyrir jól sé jólahádegi þar sem allir koma með eitthvað smotterí á hlaðborð. Ég ákvað að prufa að baka piparkökuköku sem ég sá á instagramsíðunni hjá Evu Laufeyju fyrr í mánuðinum. Vissulega hafði ég ekki þolinmæði í að skreyta hana jafn listilega og hún en þetta…
351/365
Aumingja Sigurborg mín fékk “rassaþotu” í augabrúnina í dag og er að bólgna alveg rosalega upp og blána. Sé fram á að barnið verði með glöðurauga á aðfangadag! Vonandi samt ekki!
350/365
seinheppin ég? Aldrei… þetta er samt bara smotterí 😉 Mér tókst að fljúga á hausinn í vinnunni fyrir rúmri viku. Sit enn uppi með þennan fagurlita marblett og brenglað hné þar sem ég datt beint á hnéið með fullum þunga. Get varla stigið í fótinn án þess að verkja þannig að eftir smá spjall og…