Ása og Olli eru bæði að fara að keppa á sundmóti á morgun. Það þýðir bara 1 og það er þörfin á ríflegum skammti af flatkökum með hangikjöti og nóg af smjöri! Þau vilja þetta bæði helst af öllu í nesti. Ásamt smá gulrótarskammti, etv gúrku og vínberjum.
Month: November 2019
324/365
Verkefnahittingur – er þá ekki kjörið að mynd dagsins sé tekin í Þjóðarbókhlöðunni? Hef sterkan grun um að ég muni eyða slatta tíma hérna á næstunni. Mjög þægilegt að vinna að verkefnum hér, nóg pláss, borð og frítt net :p
323/365
Sigurborg Ásta fékk 3 eintök af bókinni “gamlárskvöld með Láru” eftir Birgittu Haukdal – ekkert leiðinlegt enda uppáhalds bókaserían hennar. Það sem mér fannst hinsvegar svolítið fyndið var þegar ég fór í Hagkaup til þess að skila einu eintakinu var að starfsfólkið vissi ekkert í sinn haus. “ha jú sko við getum alveg tekið við…
322/365
Lota nr 2 var í dag – mér finnst ég enn eitthvað svo týnd
321/365
Undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvað ég hafi verið að hugsa að skrá mig í þetta blessaða nám. Þetta er náttrúlega hálfgerð geðveiki að vera í námi, þó það sé ekki fullt nám, með 100% starfi, eigandi kall sem vinnur mikið OG á tímafrek áhugamál, verandi með 3 gorma sem öll stunda…
320/365
Mér finnst svo dásamlegt að sjá hversu ljúfur, góður og þolinmóður Oliver er við yngstu frændsystkinin. Það kemur svosem ekki á óvart því hann er afskaplega þolinmóður einstaklingur og ljúfur er hann – engin furða að hann hafi verið kallaður “stúfur ljúfur” frá því að hann var bara pons 🙂 Hér er hann með Jón…
319/365
Oliver var að spila á móti Fjölni áðan, hefði verið lítið mál nema að á meðan leiknum stóð fengum við annsi fjölbreytt veðurfar. Vantaði bara sólina en leikurinn var svo seint að deginum að birtan var farin. Náðum samt að sjá byrjunina á fallega ljósafossinum niður Esjuna í nafni “Ljóssins” sem var afskaplega fallegt.
318/365
Ég var einusinni að vinna með konu sem sá hjörtu út úr ótrúlegustu hlutum. Hún benti mér ítrekað á sniðug þannig móment og síðan þá hef ég tileinkað mér þetta líka. Mér verður reyndar oft hugsað til hennar þegar ég rekst á eitthvað hjartalaga og á það jafnvel til að senda henni mynd af því…