í dag var afmælishátíð Seljaskóla en skólinn er víst jafnaldri okkar Leifs 🙂 Ýmislegt var hægt að bralla eins og t.d. að grilla brauð á “teini” eins og feðginin eru að gera á myndinni hér til hliðar. Ása Júlía og vinkonur stigu á svið með skólakórnum og sungu nokkur lög. Stelpur í unglingadeildinni sáu um…
Month: August 2019
240/365
Elsku fallega stelpan mín fékk að bjóða “BFF” hópnum sínum á Angry Birds 2 í bíó í tilefni 10 ára afmælisins síns ♡ Henni fannst þessi dagur æði og var í skýjunum með bíóferðina og hugulsemina í gjafavali frá vinkonunum <3
239/365
þessir 2 birtust á borðinu hans Leifs í vinnunni með skilaboðum um að vera færð leiðtoga hans og Leifur kom með þá til mín – voru þetta dulin skilaboð eða ?
238/365
þessi er alveg að verða tilbúin 🧶 Bagamoyo heitir þessi og ég bara “gat” ekki sleppt henni þegar ég rakst á mynd af henni frá höfundi á Instagram. Reyndar búin að vera að vinna í henni í allt sumar en vonandi fer þessari vinnu að ljúka… Skelli inn betri upplýsingum á Ravelry.
237/365
236/365
Veit ekki hvort ég sé tilbúin til þess að eiga 3 skólabörn! En í dag var sumsé fyrsti skóladagurinn hjá þeim öllum 3 🙂 Ása og Olli byrjuðu fyrir helgi.
235/365
Rútínan er alveg að fara að komast á hreint. Stundatöflur krakkanna allar komnar upp og þá er bara að bíða eftir að fótboltinn komi með sitt plan þá eru allar “dagskrár” komnar á blað 🙂 Krökkunum þykir svona sýnileg vikudagskrá langbest og ég er ekki frá því að þetta létti á okkur öllum til að…
234/365
Enn hægt að kúra á mömmu 12 árum síðar. Í þau skipti sem við mæðginin gerumst smá sófakartöflur og kíkjum á einn lögguþátt saman þá finnst honum fátt notalegra en að kúrast á mér.