Month: July 2019
201/365
Þessar eru ótrúlega stórar undanfarið…
200/365
ó svo djúsí – ó svo girnilegt! Ég elska elska elska kjúklingastandinn okkar á grillið en nota hann hinsvegar ekki nærri því nógu mikið! það er svo lítið mál að mixa góða kryddblöndu í “glasið” og gera hann djúsí á þann hátt. Í þetta sinn stal ég reyndar bara hluta af bjórnum hans Leifs –…
199/365
Stelpurnar eru alltaf að græða í búningaskúffuna 😉 Ása vinkona hafði keypt fyrir garðpartýið í gær nokkur svona furðugleraugu til þess að hafa á borðum fyrir þá sem gleymdu sólgleraugum eða vildu bara fíflast. Hún vildi svo meina að hún hefði ekkert við þau að gera eftir partýið *hmmm* en stelpurnar voru ekkert smá sáttar…
198/365
Hrina stórafmæla er í gangi þetta árið og stundum þá er bara lang sniðugast að gefa eitthvað sem tengist áhugamáli viðkomandi ekki satt? Ása vinkona hélt garðpartý í dag í tilefni 4-0 dagsins hennar. Besta gjöfin sem ég gat fundið var í heimsókn í Litlu Prjónabúðina þar sem ég keypti 2 fallegar hespur af La…
197/365
Ása Júlía bað mig snemma í sumar að komast að því hvenær Brúðubíllinn yrði í Seljahverfinu í sumar og í dag var stóri dagurinn! Systurnar voru harðákveðnar í að fara og ég ætti að koma með þeim. Úr varð reyndar að Ásta Margrét kom líka. Stelpurnar skemmtu sér vel og voru reyndar hissa á því…
196/365
Jeij! ég er svooo glöð að sjá þessi vaxa og dafna! og miðað við blómstrin á hinum þá lítur út fyrir að við fáum nokkur ber að narta í í ár 🙂 Nýlega færðum við þau yfir í betri kassa en plönturnar komu ósköp daprar undan vetri þannig að ég átti svosem ekki von á…
195/365
Þar kom að því! Við gáfumst upp á gamla sófagarminum okkar og splæstum í nýjan – hálfpartin afmælisgjöf frá okkur til okkar þar sem við eigum jú bæði stórafmæli í ár 😉 Þó svo að við værum búin að vera að skoða sófa undanfarið ár eða svo þá höfðum við ekki dottið niður á neinn…