Útveggurinn er svogott sem tilbúinn … eða sko ytri hliðin *Haha* við eigum eftir að fiffa aðeins á milli því okkur þykir sjást óþægilega mikið inn á pallinn í gegnum girðinguna. Veit ekki alveg hvernig við tæklum það en það mun gerast. Þessar girðingaframkvæmdir eru að taka aðeins meiri tíma heldur en við hefðum viljað…
Month: June 2019
178/365
Stefnan var tekin á Fjölskyldu og Húsdýragarðinn í dag til þess að hitta Önnsku vinkonu Leifs og fjölskylduna hennar er þau eru í örstoppi hér á klakanum og okkur fannst tilvalið að stefna fólki úr vinahópnum sem vildi hitta þau þangað. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel og fannst mikið sport þegar Beljurnar kusu að bíta…
177/365
Þetta er allt að koma! Er að vonast til þess að þetta sé síðasta fjölin í fyrstu umferðaryfirferð!umferð 2 verður svo þegar girðingin er öll komin saman 😀
176/365
Mér finnst svona regndropa/daggardropamyndir alltaf svo heillandi… Finnst líka endlaust gaman að taka svona myndir!
175/365
Íslandsmótið í fótbolta stendur sem hæst þessa dagana en í dag var síðasti leikur fyrir N1 mótið á Akureyri og í raun síðasti leikur alveg þar til um miðjan ágúst. Oliver og liðsfélagar hans hafa staðið sig með sóma það sem af er mótsins og eru í 4 sæti síns riðils eftir sigur á Álftanesi…
174/365
fyrir ári síðan hefði èg seint trúað því að þessi dama ætti eftir að gleypa í sig alla Harry Potter seríuna (x2) og bæta við nokkrum eðal eintökum til viðbotar eins og Önnu í Grænuhlíð, Mary Poppins og Matthildi og þyrsta í meira lesefni ♡ Nú var hún að koma upp, átti auðvitað að vera…
173/365
þetta gengur… hægt en gengur… mun setja inn færslu um framkvæmdirnar þegar pallurinn er tilbúinn 🙂
172/365
10x50m boðsund – S-liðið að undirbúa sig fyrir boðsundið undir stjórn Gumma þjálfara. Þess má geta að G-liðið bar nauman sigur á S-liðinu og þurfti S-liðið að vera með standandi fögnuð í partýi kvöldsins 🙂