Mamma kom með nokkrar páskaliljur úr garðinum í afmælisveisluna hans Olla í fyrradag. Þær eru svo fallegar og standa ótrúlega flott.
Month: May 2019
125/365
124/365
Ég gæti best trúað því að þetta sé með síðustu kökunum sem við hjónakornin græjum á þennan hátt fyrir frumburðinn <3 En við héldum upp á afmælið hans Olla í dag – 12 ára – finnst það hálf ótrúlegt. bjóða þér borgara?
123/365
Oliver bauð vinunum í pylsur, köku og bíó í kvöld í tilefni 12 ára afmælisins á dögunum. Mikill hasar og gleði hjá þeim félögum.
122/365
Ég er að dunda mér við að græja 1stk Sumarrós – hægagangurinn í mér með þessa peysu er samt þannig að ég er hrædd um að Ása verði orðin of stór í hana þegar hún loksins klárast… Veit ekki hvað það er … kannski tilbreytingaleysið í búknum enda bara slétt prjón… er samt búin að…
121/365
Afmælisbarn dagsins í skýjunum ♡ Oliver fagnaði 12 árum í dag! Honum þótti ekki leiðinlegt að eignast loksins sín eigin leikjaheyrnartól og almennilegan skrifborðsstól sem leyndust í pökkum dagsins 🙂
Tenerife
Dásamlegar vikur að baki á Tenerife með stórfjölskyldunni. Ýmislegt brallað og aðal málið var að njóta þess að vera öll saman í veðurblíðunni sem leyndist á eyjunni fögru. Hvað um það þótt 1stk hlaupabóla hafi tekið sér bólfestu hjá yngsta fjölskyldumeðliminum – sem betur fer varð hún ekki svæsin en Sigurborg Ásta stóð sig eins…
120/365
Vinnan gaf okkur konfekt páskaegg í ár en ekki séns að ég nennti að drösla því með til Tenerife þannig að það (ásamt vinningseggjum barnanna) fékk að dúsa heima! Í kvöld var svo komið að því að njóta smá 🙂