Við Oliver og Sigurborg Ásta skelltum okkur á smá hjólasýningu niðrí Kringlu í dag. Fullt af krökkum að sýna listir sínar á hjólabraut og svo tóku BMX brós við með þessa listar sýningu sem má sjá hér að neðan. Síðasta atriðið var svo þegar nokkrir gaurar stukku á fullri ferð af annarri hæð niður á…
Month: March 2019
90/365
Stundum þá bara er egg, beikon, jarðaber, bananar og pööönnukökur málið í hádeginu… stundum Posted by Intagrate Lite
89/365
Ég eeeeeeeelska þá hefð sem Vífill frændi og Jónína hans hafa skapað undanfarin ár. Þó svo að ég persónulega sé ekki hrifin af “löppum” eða Sviðakjömmum þá er það stemningin og fólkið sem mætir sem er svo gaman að hitta.
88/365
Merkilegt hvað það er auðvelt að segja “við verðum að fara að hittast” í stað þess að hóa bara í viðkomandi þegar manni langar að gera eitthvað annað! Við Lilja erum búnar að vera í þessum ham í allan vetur, “hey við verðum að fara að taka lönsh” – drifum í því í dag! Prufuðum…
87/365
Ég rakst um daginn á færslu frá fireflynotes á Instagram þar sem hún var að sýna ný prjónamerki sem hún var að selja. Bara gat ekki staðist það að kaupa þau og bárust þau í póstinum til mín í dag. Hugurinn fylltist af minningum tengdum Ástu frænku en hún eeeeeeelskaði allt uglutengt. Firefly notes er…
86/365
Þennan kall útbjó Ása Júlía í smíði í vikunni. Oliver gerði svipaðan kall þegar hann var í 4bekk en var ekkert að hafa fyrir því að græja nein smáatriði líkt og Ása Júlía. Hár, gleraugu og bók með “texta” og titli. Að sjálfsögðu kom enginn annar titill til greina en “Harry Potter” – Eins ánægð…
85/365
Ég átti nú ekki von á því að þetta kæmi svona fínt út 🙂 Sigurborg Ásta er alsæl og vildi auðvitað setja þetta beinustuleið í gluggann í herberginu þeirra Ásu. Að sjálfsögðu var farið í að búa til fleiri listaverk! sjáum svo hvernig þau koma út síðar 🙂
84/365
Ég keypti túlípana á laugardaginn í bónus – það eru svo fallegir litir í boði – þessi er svona fallega lillableikur. Þessi var einna fyrstur til þess að opna sig… vonandi eiga þeir eftir að standa vel og lengi <3