Þvílíkur munur á skottunni þennan veturinn mv síðasta vetur hvað varðar heimalestur. Nú er hreinlega ekkert mál að fá hana til þess að lesa enda uppgötvaði daman síðasta sumar hversu gaman það getur verið að detta inn í ævintýri góðrar bókar – TAKK J.K. Rowling og David Walliams fyrir að skrifa góðar og skemmtilegar bækur!
Month: January 2019
16/365
Ég er alltaf að reyna að festast ekki í vananum hvað varðar kvöldmat fjölskyldunnar… reyni að prufa eitthvað nýtt reglulega… Í þetta sinn er það kókoskarrýbaunaréttur sem við ákváðum að prufa. Hráefnin eru ekki mörg og auðvelt að eiga þau flest “á lager” ef út í það er farið… meðalstór sæt kartafla, nokkrar gulrætur, laukur,…
15/365
Ég held án gríns að þetta sé neðst á listanum yfir heimilisverkin hér á bæ.. ok ætli sokkarnir séu ekki neðar. Þetta eilífa fjall sem aldrei minnkar enda svosem ekkert skrítið fyrir 5 manna fjölskyldu þar af 1 sem er á æfingum 6x í viku… og það vantar öll handklæðin þarna inná! Ég geri mitt…
14/365
Ég elska að eiga svona hafrastykki í bakhöndina .. svo auðvelt að gera þau með allskonar mismunandi útfærslum … þetta er með kanil og trönuberjum..
13/365
Það var ekki nóg að vera allan daginn í gær í sundi 😉 Skelltum okkur í fjölskyldusund eftir fótboltaleiki sonarins í morgun (Reykjavíkurmót 5fl KK). Barnið er alltaf að!
12/365 svona dagur…
2 hlutar annar byrjaði kl 8 og var búinn um 13 og sá síðari byrjaði kl 15 og var búinn um kl 19 – annsi lýjandi dagur… ótrúlegt hvað það að vera í áhorfendastúkunni í svona röku sundlaugarlofti gerir mann þreyttan. Hvað um það! sonurinn í skýjunum eftir daginn og gekk rosalega vel – enda…
11/365
Oliver er að fara að keppa á Reykjavíkurmótinu í sundi á morgun og er Ægir umsjónarfélag mótsins sem þýðir að við foreldrarnir þurfum að hrissta eitthvað skemmtilegt fram úr ermunum í veitingasölu og svo þeir sem geta/vilja að taka vakt í veitingasölunni. Ég kaus að græja bara köku í veitingasöluna… skellti í köku sem ég…
10/365 Zweig
Ég kolféll fyrir peysu fyrir tæpu ári síðan sem heitir Zweig. Setti hana strax á óskalistann minn á Ravelry og er svo búin að vera að melta hvort ég ætti að prjóna hana á mig eða hvað… datt svo niður á að einhver hafði prjónað hana á dóttur sína á svipuðum aldri og Ása Júlía…