Fátt jafnast á við að skríða upp í rúm eftir langan dag með nýtt á rúminu.
Month: January 2019
30/365
er strax komið að þessu? Mér finnst eins og páskaeggin komi fyrr og fyrr á makaðinn. Tala nú ekki um í ár þegar páskarnir eru í lok apríl! það þýðir þá að það séu um 3 mánuðir í páska!
29/365
Birtan seinni part dags undanfarna daga hefur verið svo falleg og kallar hreinlega á það að maður taki myndir af umhverfinu … verst að það er ekki alltaf hægt 🙁 maður verður því bara að vera duglegur að taka myndir þegar færi gefst.
28/365
Sá svo fallega túlípana í Bónus um helgina að ég mátti til með að grípa eitt búnt. Svo fallega appelsínugulir. Ása Júlía hafði orð á því að þeir væru nú svolítið skrítnir, fyrst hefðu þeir verið gænir, svo bleikir og núna appelsínugulir…
27/365
Fyndið hvernig síðasta pönnukakakn tekur alltaf furðulegt útlit … Ok ég skal viðurkenna það að ég hjálpa svosem ekkert til við að reyna að gera hana fallega 😉
26/365 skál
25/365
Hjónabandssæla
Ég varð við ósk Ægisfólksins um að skaffa eitthvað í sjoppuna fyrir RIG sem verður haldið núna um helgina. Olli er sem betur fer enn of ungur fyrir þetta mót 😛 Skellti í 2falda uppskrift frá mömmu og það var rúmlega í djúpu ofnskúffuna hjá mér. Hefði mátt setja aðeins meira í botninn til að…