Dásamlegt mömmufrí í Glasgow með Sirrý vinkonu síðustu daga. Vægast sagt dásamlegt! Gengum okkur upp að hnjám, versluðum aðeins, vorum menningarlegar, dekruðum við þreytta fætur með smá fótsnyrtingu, skelltum okkur í lestarferð yfir til Edinborgar, kíktum á jólamarkaði, borðuðum góðan mat og nutum þess að vera til! Takk fyrir yndislega daga í Glasgow elsku Sirrý…
Month: November 2018
5 ára afmælisveisla í dag
Sigurborg Ásta varð 5 ára í vikunni og héldum við Einhyrningapartý í dag í tilefni þess 🙂 Við Leifur skemmtum okkur stórvel við að útbúa 1stk einhyrning. Segja má að Leifur sé í æfingu við að mála eftir alla þessa skriðdrekamálun enda málaði hann Hornið með gylltum matarlit. Kakan er hin klassíska súkkulaðikaka sem ég…
hvað var í matinn?
Ronja í þessu dásemdar veðri
Við skelltum okkur á Ronju Ræningjadóttur í dag. Skemmtum okkur alveg stórkostlega og voru krakkarnir alveg til fyrirmyndar í leikhúsinu eins og búast mátti við af jafn spennandi ævintýri. Búningarnir voru rosalega flottir, sérstaklega skógarnornirnar og þrátt fyrir að ég væri með ákveðna hugmynd af því í kollinum alveg frá því að ég var pons…
6barnahelgi
Hér var líf og fjör um helgina – ekki það að hér sé ekki alltaf líf og fjör en meira en venjulega þar sem frændurnir 3 voru hjá okkur frá föstudegi til dagsins í dag 🙂 Ýmislegt var brallað, bæði af krökkunum sjálfum og svo auðvitað að tilstillan okkar Leifs. Krakkarnir völdu t.d. að horfa…